Wednesday, December 2, 2009

Bráðum koma blessuð jólin :)

Á fimtudaginn síðasta kom jólasveinninn í heimsókn frá Íslandi, Stúfur tók sig til og heimsótti dóttir sína í Danmörku og færði henni jólamat og pakka :D
Ég byrjaðu strax með kallinn í fitness programmi með því að láta hann hlaupa til að ná strætó og hann með 36 kílóa farangur :)

Við fórum beint í það að taka upp úr töskum þegar við komum heim, frystirinn var rúmlega troðfylltur og við fengum að geyma e-ð hjá nágranna! það mætti halda að fólk héldi að við værum að svelta hér úti :) kannski að það gæti komið fyrir Auði en þekkir fólk mig ekki betur, ég er nú ekki mikið fyrir það að missa úr máltíð! Einnig fengum við ársbyrgðir af nammi og harðfisk sem fór beint útí geymslu svo það yrði nú ekki búið fyrir jól :)

Við fengum líka fullt af pökkum sem Auður reyndi að banna mér að fitla við en hún er ekki alltaf til staðar ;) það er greinilegt að maður fær fleiri pakka þegar maður er svona útí útlöndum yfir jólin :D

Við byrjuðum strax á því að hella bjór í kallinn og létum hann svo leggja sig eftir langt og strangt ferðalag :) svo var hann vakinn þegar ég var búin að hita brauð og byrjuð að skera gröfnu gæsina frá Guðbjörgu frænku :) þá átum við yfir okkur af henni og skoluðum henni niður með jólabjór

Ég keypti hnetur án þess að hugsa útí það að við ættum engan hnetubrjót :) en þá kemur sér vel að hafa alvöru karlmann á heimilinu sem fer létt með það að brjóta hnetur,, sérðu þennan, þetta er bróðir hans " ;)

Þrátt fyrir tuðið í pabba um að við yrðum nú að kíkja á pöbbinn þá var bara farið snemma í háttinn eftir nokkra bjóra :)


Pabbi var farin að plana ferð í kring um Danmörku! heimsækja ríkisbubba og koma mér inn í dönsku mafíuna ;)
Daginn eftir lærði ég smávegis og Auður straujaði :) bara venjulegur dagur hjá okkur ;) alltaf svona myndalegar!


Eftir lærdómin fórum við feðginin niðrí bæ að kaupa í matinn og pabbi splæsti í sig peysu. Planið var að pabbi kenndi okkur að elda gæs :) eldamennskan er alltaf svo einföld hjá svona fagfólki en við sjáum til um áramótin hvort þetta gangi ekki upp hjá okkur...

Við buðum Borghildi og Báru í matinn því nóg var til af mat:)


Hér er gæsin komin úr ofninum og við tilbúnar að ráðast á bráðina :)

Eftir gæsina plötuðum við gamla í að spila partý og co :) hér er hann að teikna meistaraverk fyrir Báru

Ég að sjá til þess að mér verði ekki treystandi fyrir að passa barnið :S Annars held ég að það sé best að venja þau strax við ;)

Hér er pabbi umvafinn kvennfólki og með kvennhund í fanginu, allar saddar og sælar eftir dýrindiskvöldverð :)

Síðan sendum við bæði vinnandi konuna og óléttu konuna heim og fórum sjálf á pöbbarölt...
Á Ryans fundum við sniðuga villimenn hangandi á veggnum sem okkur vannst vonalega sniðugt
Á Heidis fengum við alvöru bjóra :D eins og ég sagði pabba þá eru glasalyftingar eina líkamsræktin okkar Auðar þannig að við þurfum á svona bjórum að halda :)

Vanar konur hér á ferð ;)
Sterk feðgin ánægð með bjórinn sinn!

Þegar við komum heim þá fengum við okkur afganginn af gæsinni mmmm

Á laugardeginum fórum við svo niðrí bæ því þar var jólamarkaður og fullt um að vera...
Frekar óskýr mund en takið eftir við Auður erum næstum jafn háar þegar við stillum okkur upp í einni götunni í H.C.Andersen hverfinu :D

Pabba að skoða osta og pæla í því að kaupa sér til að taka með heim en hún Auður tæmdi bílinn þegar hún var að kaupa skítafýluosta fyrir mömmu sína og pabba :)
Síðan lá leið okkar niðrí miðbæ að sjá þegar það var kveikt á jólatrénu og öllum jólaljósunum í einu :) ótrúlega fallegt þrátt fyrir frekar óspennandi veður sem var einmitt á meðan á þessu stóð ...
Hress og kát þrátt fyrir dembuna :)
Síðan fórum við á Viggos þar sem ég ætlaði að sýna pabba merktu krúsina mína sem ég fékk eftir að hafa drukkið 10 bjóra en þá er hún bara ekki lengur þarna og kallinn á barnum ætlar að ath þetta og ég fæ nýja í vikunni! svo ég varð bara að sætta mig við það að fá bjórinn minn í venjulegt glas :(
Þá var bara að labba heim í rigningunni :)
Pabba fannst hnífarnir okkar ekki uppá margar fiska svo hann keypti stál og kenndi mér að brína :) þá kemur það í ljós hversu lýgin ég er...

Auður skellti síðan í aðventukrans um kvöldið og glæsilegur er hann :)

Þá var bara allt í einu kominn sunnudagur og tími fyrir pabba að fara aftur heim :( það versta við að fá gesti er þegar þeir þurfa síðan að fara! ég fór með hann á lestastöðina og fann þar strák sem var til í að leyfa pabba að elta sig því pabbi þurfti að skipta um lest í köben :) Annars er kallinn orðinn svo sjóaður í lestunum hér í Danmörku að ef ykkur vantar leiðsögumann þá er bara að bjalla í hann;)

Jæja nú er er að koma hádegi og ég ekkert búin að læra :S ótrúlega auðvelt að finna sér e-ð annað að gera en að læra!

6 comments:

Unknown said...

Vá ekkert smá blogg! :)

Það hefur greinilega verið mjög gaman hjá ykkur öllum! :D Langar ekkert smá að koma í heimsókn líka... One day, one day...

Unknown said...

eftir lesturinn finnst mér að ég hafi gert þetta allt saman, svo ítarlegt var þetta :)

Anonymous said...

Sniðug Beta að hafa fundið einn stað í DK sem þú ert jafn há og Auður, auðvitað finnur þú svoleiðis. En Vá hvað þetta hefur verið skemmtileg heimsókn, vildi að ég hefði skellt mer líka með! En það kemur að því að ég kem í heimsókn elskan :)Hafðu það ótrúlega gott ;)

Anonymous said...

Og já...
Kveðja Svanhildur hehe :)

BettýWettýOneFoot said...

þá er bara að kaupa mér miða krakkar mínir ;) þið eruð öll hjartanlega velkomin!

Sandra Dís said...

já sammála mér finnst ég bara hafa verið þarna gott myndablogg :D

Langar líka rosa í heimsókn....þarf að drífa mig í því áður en þú klárar skólann! :)