Saturday, December 19, 2009

,, Jólasnjór, jólasnjór...."

Hér er allt á kaf í snjó og allt farið í kerfi! Síðasta skóladeginum mínum á fimmtudaginn var aflýst vegna snjóstorms! og í staðin þarf ég þá að mæta í skólann á mánudaginn!

Ég hætti mér útí búð þann saman dag og þvílík bongóblíða! Ég fór labbandi því ég var með þetta rosalega plan um að kaupa snjóþotu útí búð til að draga dótið svo heim :) (ótrúlega góð afsökun til að geta keypt snjóþotu ;) )
En það var ekkert til nema svona þoturass í öllum fjórum búðunum sem ég fór í svo ég þurfti bara að halda á öllu draslinu sem ég keypti :(

Ég þarf nú e-ð að æfa mig í því að hjóla í þessu slabbi rétt eins og að hjóla full, það er ekkert ósvipað :) Á miðvikudaginn byrjaði að snjóa og þá rann ég margsinnis hálfa leið í splitt og spólaði þegar ég var að taka af stað en samt þrjóskaðist ég við það að reiða ekki hjólið eins og flestir!

Ekki það að það þurfi mikið til að ég finni barnið í sjálfri mér og þessi snjór er klárlega að valda því að mér finnst ég vera 10 ára aftur :)
Við Auður fórum út að leika okkur í snjónum um daginn en snjórinn var ekki nógu góður og vildi ekki festast vel saman!


Hér er maður að verki, einbeitningin í hámarki!

og úr varð þessa fína snjókalla eftirlíking af mér :)


og Auður gerði kallinn hennar, við létum þau leiðast og allt :)


Svo gróf ég Auði ofaní snjóinn!

og við klikkuðum sko ekki á englunum!

No comments: