Tuesday, December 15, 2009

Kvöldmaturinn minn í kvöld !

Hér sjáiði medisterpulsur sem danir eru alveg vitlausir í !
Þetta borða þeir t.d. alltaf á jólahlaðborðum og ég hef bara ekki ennþá fengið mig í að smakka á þessum viðbjóð! Þetta eru kryddpulsur búnar til úr hökkuðu svínakjöti og -fitu sem er svo troðið í svínaþarma :)

En eins og danirnir hafa nú oft bent mér á þá er það kannski ekkert skárra sem við borðum heima :) og í kvöld ætlar Nils að elda handa okkur Auði svona dýrindis pulsur og ég ætla mér að smakka á þeim með nógu mikið af dísætri kartöflustöppu ala Bettý :)
ég hlít að gera komið þessu niður með nógu miklum sykri ;)

Danirnir éta þetta bara eintómt eða mesta lagi með e-i blómkálstöppu og kannski brúnni sósu!

Af hverju þarf þetta að vera svona langt? er ekki hægt að hafa þetta jafn langt og bjúgur?
mmm hvað ég ætla mér að panta bjúgur í matinn í janúar :D

2 comments:

Audur said...

og þetta var bara nokkuð gott :) En við verðum reyndar að prufa þetta aftur því þær eru til betri ;)

Sandra said...

úff ég skil bara að þig langi ekkert til þess að smakka þetta!
Lítur út eins og ég gæti ímyndað mér að eeeeeendalaus svínatyppi litu út, afsakaðu orðbragðið!