Saturday, December 26, 2009

Jólahvað?

Gleðileg Jól :D
Jæja þá hef ég lifað af fyrstu jólin án famelíunnar :)

Jólin okkar Auðar og Ylfu eru búin að vera mjög hugguleg!
Auður fékk kæsta skötu hjá Höllu Rós nágranna okkar :)
Ég fékk að smakka á saltfisknum :)
þá var að skreyta jólatréð
og toppurinn var settur tvisvar á svo við þyrftum ekki að rífast um það ;)
Ég fékk gervisnjó í pakkaleiknum í jólahuggunni með bekkjarsystunum
Það var næstum enginn gluggi í húsinu sem slapp :D

Á aðfangadag vaknaði ég kl 6 með henni Auði minni því hún þurfti að mæta í vinnu :)
þar sem við erum búnar að vera svo góðar stelpur þá vorum við báðar búnar að fá í skóinn þegar við vöknuðum :D

Ég lagði mig svo þegar kellingin fór að vinna fyrir heimilinu en svo tók við rosaleg eldamennska! kl 11 byrjaði ég á fyllingunni og kl 13.30 var komin tími til að setja öndina í ofninn því hún þurfti 5 tíma í ofninum og svo þurfti ég líka að snúa henni á hálf tíma fresti!
Ég þvoði líka rúmfötin og setti nýtt á :) það er alveg nauðsynlegt að sofna í hreinu rúmi á aðfangadag!

Maturinn var mjög góður þrátt fyrir nokkur byrjendamiðtök ;) Svo fengum við Auður fullt af pökkum :) það borgar sig klárlega að vera svona í útlöndum yfir jólin því við hefðum örugglega ekki fengið jafn marga pakka hefðum við farið heim ;)

Á jóladag þurfti Auður líka að vinna en við Ylfa vöknuðum kl hálf 9 og borðuðum, horfðum á endann af Polarexpress, Barbie and the three Muskateers og síðan sáum við stríðsmynd sem hét Charlotte Grey og ég grenjaði tvisvar! svo borðuðum við með reglulegu millibili :D
um kvöldið horfi ég svo loksins á Hringadrottinssögu og sá það að ég er klárlega hobbiti, allavega hálfur hobbiti! Ég er ekki nema 157,5 á hæð, alltaf svöng og með mjög svipað hár og þeir :) það eina sem vantar eru loðnar tær :) hugsa að pabbi sé hobbiti en mamma ekki ;)

En já ég óska öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best :D

No comments: