Wednesday, December 30, 2009
VerslunarferIN..
Í verslunarferðinni minni í dag sá ég einmitt stelpu sem var að skoða og kærastinn hennar á eftir henni alltaf suðandi ,, hvænar förum við, ertu ekki að verða búin...?" og hún alltaf ,, jú elskan ég er að vera búin, við förum að fara..." og svo var hún að máta við hliðaná mér og hann ennþá vælandi svo byður hún hann að rétta sér buxur í annarri stærð en hann nennti því ekki, alveg 3 skrefum frá klefanum! hún suðaði og suðaði en endaði með því að ná í þær sjálf og þurfti svo aftur að bíða í röð til að máta! svo þegar hún spurði hann álits fékk hún svar ,,jájá rosaflott, getum við farið núna?"
Svo eru kellinngar eins og ég sem vilja helst fara einar og eru alveg í sínum eigin heimi með ipodinn í eyrunum :)
Í dag var ég kannski aðeins of utan við mig því ég er að skoða í búð og finn kjól í hrúgu á borði sem ég ætla að máta en klára fyrst að skoða restina í búðinni...
Svo er ég allt í einu komin í næstum búð að fara máta e-ð þegar ég fatta að ég held ennþá á kjólnum úr hinni búðinni en hafði gleimt að máta hann hvað þá að borga hann!
Þá hafði mín bara labbað út með kjólinn án þess að fatta að ég væri með hann og búin að gleima því að ég ætlaði að máta hann :S
Ég fékk rosa sjokk og vissi ekki hvað ég ætti að gera! þorði engan veginn að fara til baka að skila honum þótt mig hafi mest langað til þess svo ég mátaði það sem ég var að skoða, BORGAÐI það og fór að versla í matinn með skottið á milli lappanna!
Hef mikið íhuga það hvort ég geti ekki bara friðað samviskuna með því að borga það sem hann kostaði í e-ð góðgerðastarf :)
En já svo að lokum þá hef þær slæmu fréttir að enn og aftur þurfti ég að breyta fluginu mínu ;( nú vegna þess að express hætti við flugið mitt og ég flýg þá til Íslands þann 20. janúar í staðin fyrir þann 19. Ég vona nú að þetta sé í síðasta sinn sem ég breyti fluginu :)
Kærar jóla og áramóta kveðjur frá Elísabetu fingralöngu ;)
Saturday, December 26, 2009
Jólahvað?
Jólin okkar Auðar og Ylfu eru búin að vera mjög hugguleg!
Á aðfangadag vaknaði ég kl 6 með henni Auði minni því hún þurfti að mæta í vinnu :)
þar sem við erum búnar að vera svo góðar stelpur þá vorum við báðar búnar að fá í skóinn þegar við vöknuðum :D
Ég lagði mig svo þegar kellingin fór að vinna fyrir heimilinu en svo tók við rosaleg eldamennska! kl 11 byrjaði ég á fyllingunni og kl 13.30 var komin tími til að setja öndina í ofninn því hún þurfti 5 tíma í ofninum og svo þurfti ég líka að snúa henni á hálf tíma fresti!
Ég þvoði líka rúmfötin og setti nýtt á :) það er alveg nauðsynlegt að sofna í hreinu rúmi á aðfangadag!
Maturinn var mjög góður þrátt fyrir nokkur byrjendamiðtök ;) Svo fengum við Auður fullt af pökkum :) það borgar sig klárlega að vera svona í útlöndum yfir jólin því við hefðum örugglega ekki fengið jafn marga pakka hefðum við farið heim ;)
Á jóladag þurfti Auður líka að vinna en við Ylfa vöknuðum kl hálf 9 og borðuðum, horfðum á endann af Polarexpress, Barbie and the three Muskateers og síðan sáum við stríðsmynd sem hét Charlotte Grey og ég grenjaði tvisvar! svo borðuðum við með reglulegu millibili :D
um kvöldið horfi ég svo loksins á Hringadrottinssögu og sá það að ég er klárlega hobbiti, allavega hálfur hobbiti! Ég er ekki nema 157,5 á hæð, alltaf svöng og með mjög svipað hár og þeir :) það eina sem vantar eru loðnar tær :) hugsa að pabbi sé hobbiti en mamma ekki ;)
En já ég óska öllum gleðilegra jóla og vona að þið hafið það sem allra best :D
Saturday, December 19, 2009
,, Jólasnjór, jólasnjór...."
Ég hætti mér útí búð þann saman dag og þvílík bongóblíða! Ég fór labbandi því ég var með þetta rosalega plan um að kaupa snjóþotu útí búð til að draga dótið svo heim :) (ótrúlega góð afsökun til að geta keypt snjóþotu ;) )
En það var ekkert til nema svona þoturass í öllum fjórum búðunum sem ég fór í svo ég þurfti bara að halda á öllu draslinu sem ég keypti :(
Ég þarf nú e-ð að æfa mig í því að hjóla í þessu slabbi rétt eins og að hjóla full, það er ekkert ósvipað :) Á miðvikudaginn byrjaði að snjóa og þá rann ég margsinnis hálfa leið í splitt og spólaði þegar ég var að taka af stað en samt þrjóskaðist ég við það að reiða ekki hjólið eins og flestir!
Ekki það að það þurfi mikið til að ég finni barnið í sjálfri mér og þessi snjór er klárlega að valda því að mér finnst ég vera 10 ára aftur :)
Við Auður fórum út að leika okkur í snjónum um daginn en snjórinn var ekki nógu góður og vildi ekki festast vel saman!
Hér er maður að verki, einbeitningin í hámarki!
og úr varð þessa fína snjókalla eftirlíking af mér :)
og Auður gerði kallinn hennar, við létum þau leiðast og allt :)
Svo gróf ég Auði ofaní snjóinn!
og við klikkuðum sko ekki á englunum!
Tuesday, December 15, 2009
Kvöldmaturinn minn í kvöld !

Þetta borða þeir t.d. alltaf á jólahlaðborðum og ég hef bara ekki ennþá fengið mig í að smakka á þessum viðbjóð! Þetta eru kryddpulsur búnar til úr hökkuðu svínakjöti og -fitu sem er svo troðið í svínaþarma :)
En eins og danirnir hafa nú oft bent mér á þá er það kannski ekkert skárra sem við borðum heima :) og í kvöld ætlar Nils að elda handa okkur Auði svona dýrindis pulsur og ég ætla mér að smakka á þeim með nógu mikið af dísætri kartöflustöppu ala Bettý :)
ég hlít að gera komið þessu niður með nógu miklum sykri ;)
Danirnir éta þetta bara eintómt eða mesta lagi með e-i blómkálstöppu og kannski brúnni sósu!
Af hverju þarf þetta að vera svona langt? er ekki hægt að hafa þetta jafn langt og bjúgur?
mmm hvað ég ætla mér að panta bjúgur í matinn í janúar :D
Sunday, December 13, 2009
testing testing
Hver man ekki eftir þessu lagi???
Ég fékk svipuð svör frá Önnu og Laufey þegar ég spurði þær :)
Þetta er eitt af þeim lögum sem mér fannst aðeins of góð og spilaði þar af leiðandi á repeat því ég fæ mjög seint leið á lögum :) geri aðra kolvitlausa á meðan ;)
Saturday, December 12, 2009
ohh ég kann ekki að setja videoið inn þannig að þið verðið bara að ýta á linkinn :) en það er alveg nauðsynlegt áður en þið lesið meira!!
Ég var að fá malt og appelsín :D það er nú ekki hægt að halda jól án þess að hafa malt og appelsín! nóg að hafa ekki famelíuna hjá sér!
Það er þessi snilldar bíll sem kemur hingað einu sinni í mánuði að ég held :) fiskbíllinn frá svíþjóð og hjá honum er hægt að panta alls konar sniðugt dót eins og malt og appelsín. Hann selur auðvitað líka fisk en við Auður erum bara ennþá með fullar frysti eftir jólaheimsóknina ;)
Wednesday, December 9, 2009
Stundum eru kveikt ljós en engin heima!
En í dag var ég að verða of sein í skólann og er að slökkva á öllum kertunum þegar ég blæs af svo miklum krafti í eitt þeirra að það skvettist yfir allt andlitið á mér og í hárið á mér!
Ég fékk meira að segja kertavax í augum og augnhárin voru vel útötuð! Þetta var ekkert vont nema í stutta stund og reyndar bara mjög fyndið þegar ég var búin að náð þessu úr augunum á mér :D
Síðan var ég mjög svekkt yfir því að hafa ekki fattað það fyrr en eftir á að taka mynd af mér með slettunum í andlitinu :) en svona er það þegar maður er að drífa sig!
Í staðin er hér mynd af því þegar ég fékk pinkeye ið rétt áður en ég flutti út :) það var rosalegt en ég ansi góð í að fela það þetta kvöld þó svo að mér hafi tekist að smita hana Önnu litlu með því :S þessi mynd er náttúrulega bara æðisleg af okkur öllum ;)
En þetta var nú ekki það eina sem kom fyrir þar sem ég var á leiðinni heim úr skólanum og er að fara yfir götuna hjá skólanum þá klessti ég á svona lítinn breiðann staur hinum megin við götuna :)
Ég var að hjóla alveg lúser hægt því það kemur svona hjólahraðahindrun þegar maður kemur yfir götuna og tekst e-n veginn að beygja þegar ég ætlaði mér að fara beint áfram! það hljóta að hafa verið e-r æðri öfl að verki því ég skil ekki hvernig þetta gerðist!
það var ekki nema einn strákur sem sá þetta og ég er nokkuð viss um að hann eigi eftir að lifa lengi á þessari athöfn minni :) eina sem ég gat sagt var úpsí hehe og roðnað niðrí tær :)
Dagur í lífi Elísabetar :D
Tuesday, December 8, 2009
Allt er gott sem endar vel...
Hér erum við Stephanie hressar og kátar :) spurning um að e-r á þessari mynd ætti að fara skella sér í ljós svona áður en hún verður glær!
Venlig hilsen Mjallhvít ;)
Wednesday, December 2, 2009
Bráðum koma blessuð jólin :)
Við byrjuðum strax á því að hella bjór í kallinn og létum hann svo leggja sig eftir langt og strangt ferðalag :) svo var hann vakinn þegar ég var búin að hita brauð og byrjuð að skera gröfnu gæsina frá Guðbjörgu frænku :) þá átum við yfir okkur af henni og skoluðum henni niður með jólabjór
Ég keypti hnetur án þess að hugsa útí það að við ættum engan hnetubrjót :) en þá kemur sér vel að hafa alvöru karlmann á heimilinu sem fer létt með það að brjóta hnetur,, sérðu þennan, þetta er bróðir hans " ;)
Þrátt fyrir tuðið í pabba um að við yrðum nú að kíkja á pöbbinn þá var bara farið snemma í háttinn eftir nokkra bjóra :)
Pabbi var farin að plana ferð í kring um Danmörku! heimsækja ríkisbubba og koma mér inn í dönsku mafíuna ;)
Daginn eftir lærði ég smávegis og Auður straujaði :) bara venjulegur dagur hjá okkur ;) alltaf svona myndalegar!
Eftir lærdómin fórum við feðginin niðrí bæ að kaupa í matinn og pabbi splæsti í sig peysu. Planið var að pabbi kenndi okkur að elda gæs :) eldamennskan er alltaf svo einföld hjá svona fagfólki en við sjáum til um áramótin hvort þetta gangi ekki upp hjá okkur...
Við buðum Borghildi og Báru í matinn því nóg var til af mat:)
Eftir gæsina plötuðum við gamla í að spila partý og co :) hér er hann að teikna meistaraverk fyrir Báru
Ég að sjá til þess að mér verði ekki treystandi fyrir að passa barnið :S Annars held ég að það sé best að venja þau strax við ;)
Þegar við komum heim þá fengum við okkur afganginn af gæsinni mmmm
Pabba að skoða osta og pæla í því að kaupa sér til að taka með heim en hún Auður tæmdi bílinn þegar hún var að kaupa skítafýluosta fyrir mömmu sína og pabba :)
Auður skellti síðan í aðventukrans um kvöldið og glæsilegur er hann :)
Þá var bara allt í einu kominn sunnudagur og tími fyrir pabba að fara aftur heim :( það versta við að fá gesti er þegar þeir þurfa síðan að fara! ég fór með hann á lestastöðina og fann þar strák sem var til í að leyfa pabba að elta sig því pabbi þurfti að skipta um lest í köben :) Annars er kallinn orðinn svo sjóaður í lestunum hér í Danmörku að ef ykkur vantar leiðsögumann þá er bara að bjalla í hann;)
Jæja nú er er að koma hádegi og ég ekkert búin að læra :S ótrúlega auðvelt að finna sér e-ð annað að gera en að læra!