Wednesday, December 17, 2008
Heimferð í nánd
ég þreyf íbúðina í gær, og gat sest á klósettið :D ekki oft sem ég þori því! Ljótur lét mig hafa bréf í gær sem hann skrifaði um sóðaskap Ljótari sem hann ætlar að senda á skrifstofuna og svo er bara að vonast eftir því að Ljótur verði farin þegar ég kem aftur heim:)
nú er ég tilbúin að fara heim, búin að pakka og allt;)
Nú er ég hins vegar komin til Auðar og búin að skella í eitt stk pizzadeig og ætla svo að kíkja í dönskuskólann og segja god jul við fólkið mitt þar;) síðan kem ég aftur til Auðar að éta pizzu og segja gleðileg jól við Auði og Betu:) þar á eftir ætla ég að skella mér niðrá Sir club og segja god jul við bekkjasystkyni mín! síðast en ekki síst ætla ég að skella mér í lest og flug og koma heim og kyssa allt fólkið heima:) ert þú ein af þessum heppnu manneskjum???
Monday, December 15, 2008
Annars er bara búið að vera brjálað að gera og ég ekki haft tíma til að blogga
á fimt bökuðum ég Auður og Beta 4 sortir af smákökum; sörur, súkkulaðibitakökur, lakkrístoppa og piparkökur :D
Beta kom líka með ísl nammi því mamma hennar og pabbi eru nýbúin að vera í heimsókn:)
og svo kom hún líka með malt og appelsín :D ég réð mér varla af kæti!!!
Sunday, December 7, 2008
"Jólahlaðborð"
Alveg eins!
mér fannst nú leikurinn skemmtilegastur þar sem gaurinn bað um alls kyns hluti eins og sokkabuxur, karlmanns nærbuxur eða brjóstarhaldara, þá sá ég hvað ég var langt á eftir öllum í drykkjunni!
Monday, December 1, 2008
Næstum tilbúin fyrir jólin:)
Sunday, November 30, 2008
Jólastúss
Þá var stelpan orðin rosa sæt og fín!
Beta fékk líka sléttingu en ekkert brunasár held ég, svo var það bara að strauja pilsið og rykhreinsa það;)
Þessi gamla kelling fór heim að sofa og vaknaði svo snemma og fór að læra! oj bara hvað það er óþolandi að þurfa alltaf að vera læra svona! fer alveg með allt skemmtanalíf!
Þá var ferðinni heitið í Jólamarkað í H.C. Andersen hverfinu...
Monday, November 24, 2008
Streptakokkar vs. pensillín!
Fór til læknis og fékk þar pensilín eftir pintingar og langa bið! síðan hringdi elsku mamma mín í mig daginn eftir og ég kom ekki upp orði, þá fór hjartað á mömmu af stað og hún ætlaði að hringja í Auði og ég veit ekki hvað, það endaði með því að ég hringdi í Auði og áhvað að fara til hennar að láta hjúkra mér

Bara við það að koma til Auðar fór mér að líða betur, þó að hún hafi verið að vinna þegar ég kom til hennar og kom ekki heim fyrr en á eftir mér:)
Nú held ég að pensilínið hafi unnið þessa baráttu og ég er orðin frísk!
En nóg um það...
Hóhóhó það eru alveg að koma jól, ég er allavega komin í þvílíkt jólaskap!Svo var líka jólabúð þarna sem er örugglega opin allan ársins hring!
p.s. það eru einungis 24 dagar þangað til ég kem heim;)
Monday, November 10, 2008
Jóóóólahvað?
Saturday, November 8, 2008
Alltaf jólin!
Vá sjáiði hvað ég fékk stóran pakka! Mamma var svo elskuleg að senda mér pakka með fullt af fötum og fínerí
Friday, October 31, 2008
Björt framtíð
Svo var ég að pússa silfrið mitt um daginn því ég mundi allt í einu eftir því að hafa lesið eða heyrt e-s staðar að maður ætti að nota tannkrem og það svona svínvirkar:
Svo keypti ég mér loksins ljós í gær í herbergið mitt nema hvað að ég fæ þetta fína ljós í IKEA með leiðbeiningum um hvernig á að setja það upp:
Svo er bara e-ð gat í veggnum:
Mér var sagt að taka lokið af og þá ættu að vera snúrur inní og samkvæmt leiðbeiningunum eiga að vera snúrur í loftinu eða í veggnum sem ég á að tengja í en þá kom þetta í ljós: Hvað á ég að gera við þetta??? Það er svo erfitt að hafa engan pabba nálægt til að redda svona hlutum! ég verð að vara kynnast e-m handlögnum manni hér, þetta gengur ekki lengur!